Links
Archives
How the fuck am I funny?
mánudagur, október 6
Lenti í ekkert smá súrealískum aðstæðum eftir vinnuna á laugardaginn. Hélt hreinlega að ég væri að verða geðveikur á tímabili. Þetta er nú bara eins og viðbjóðsleg draugasaga. Málið var þannig að ég var að keyra fram hjá Sjávarútvegsráðuneytinu og er á ljósunum til þess að keyra inn á Sæbrautina. Þegar ég lít til hægri þá sé ég konu í hvítum brúðkaupskjól standa þarna ofan á hólnum. Kjóllinn hennar er grútskítugur og hún bólgin í framan og öll út grátin. Ekkert smá viðbjóðslegt. Svo hrynur hún niður brekkuna, stendur upp og setur svo slörið aftur á höfuðið á sér og labbar áfram meðfram Sæbrautinni. Hvað er málið?? Það eru þrír möguleikar. Þetta var einhver sækópatti, kona sem að hefur gengið út úr brúðkaupinu sínu eða hreinlega eins og ég hélt fram fyrst draugur........
Eftir þetta þá fór ég að ræða þetta við vini mína hvort að það væri algengt hér á landi að fólk gengi út úr brúðkaupinu sínu á þessu landi? Ég hélt að þannig hlutir gerðust eingöngu í bíómyndum og Bandaríkjunum.
Eftir þetta þá fór ég að ræða þetta við vini mína hvort að það væri algengt hér á landi að fólk gengi út úr brúðkaupinu sínu á þessu landi? Ég hélt að þannig hlutir gerðust eingöngu í bíómyndum og Bandaríkjunum.