Links
Archives
How the fuck am I funny?
sunnudagur, apríl 6
Jæja nú er eingöngu vika eftir af skólanum og uppsöfnun stressins má sjá af litlum bloggskrifum hjá mér. Síðast þegar ég bloggaði var ég að auglýsa Mágus - Orator daginn sem að endaði frekar illa. Við töpuðum naumlega og lögfræðingarnir voru svo góðir með sig að þeir ákváðu að misþyrma Rebba sem að endaði með því að þrír lögreglubílar komu upp í Þróttaraheimili og handtóku forsprakka þessara níðinga. Heilsa Rebba er eftir atvikum. Á föstudaginn var vísindaferð í þar sem byrjað var á því að fara í Skeljung þar sem að fengum frían Dab sem að er einn sá versti bjór í ríkinu. Eftir það var farið á Astró og þar var líka frír bjór. Eftir Astró var farið á Hverfisbarinn og hvað haldiði þar var líka frír bjór og þar var einhver gaur frá vinstri grænum sem að vildi ekki einkavæða heilbrigðiskerfið né afnema hátekjuskatt, svaka fjör! Þannig að ég endaði heima rétt um eitt leitið frekar rólegur.