<$BlogRSDUrl$>

How the fuck am I funny?

föstudagur, mars 21

Ég held að ég tilheyri einum minnsta minnihlutahóp sem til er þ.e. ég er rauðhærður, örvhentur og örvfættur. Það er alltaf verið að segja við mig að ég sé alltaf að gera rosalega mikið úr því að ég sé rauðhærður og það er bara staðreynd! Það eru alveg ótrúlegir hlutir sem að ég hef lent í vegna þessa, sem dæmi einu sinni fór ég í klippingu á rakarstofunni á Hótel Sögu og þar var einhver ung dama sem að ætlaði að klippa mig. Allaveganna þegar það kemur að því að klippa mig þá rennir hún svona létt yfir hárið á mér og fer að segja mér hvað ég sé með alveg rosalega þykkt hár. Áður en ég vissi þá var hún byrjuð að kalla þetta yfir alla rakarstofuna og segjandi öllum sem unnu þetta frá þessu og láta þá þukla á hárinu mínu. Veit satt að segja ekki hvort að þetta sé ein besta eða versta lífsreynsla sem að ég hef lent í því að ég var svo roslega sjokkeraður eftir þetta. Nú held ég bara að ég fari að stofna Félag rauðhærðra, örvhentra og örvfættra manna og mun jafnframt leggja mitt að mörkum að leita að öðrum sem að eru eins og ég.

miðvikudagur, mars 19

Það eru sex vikur eftir að skólanum....FOKK! Held að það sé tímabært að fara setja í 5. gírinn svo þetta muni nú allt saman ganga upp. Það styttist einnig í stríð hjá honum Bush og styttist líka í þessar kosningar sem að munu gjörsamlega eyðileggja dagskránna í sjónvarpinu fyrir manni. Það verður ekki hægt að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá Davíð og Ingibjörgu rífast. Kannski er það bara jákvætt...nú prófin verða í gangi þannig að til hvers að kveikja á sjónvarpinu. En ég er kominn með kenningu! Ég get svo svarið það að eftir allt þetta fjölmiðlafár að þá séu Ingibjörg og Davíð í leynilegu ástarsambandi! Held að þau hafi bara ekki meikað það að rífast svona mikið áfram og hreinlega þurft að fá útrás!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?