Links
Archives
How the fuck am I funny?
föstudagur, mars 14
Fór á Hverfisbarinn í gær og fékk mér öl með drengjunum, þar voru þeir Jói (70 mín kallinn) og gaurinn úr Írafári að spila. Það var alveg ótrúleg stemmning þarna inn jafnvel þótt að eina fólkið þarna inni hefðu verið við og einhverjir ættingjar þeirra. Allaveganna það er föstudagur í dag og þessi venjulegu föstudagseinkenni eru byrjuð að koma fram þ.e. magaverkir og sviti í lófum, það er líka djamm framundan. Vísindaferðin í IMG er í dag, jafnvel þótt að ég hafi engann áhuga á þessu fyrirtæki þá eru þeir að gefa mér bjór svo að ég er búinn að réttlæta þetta allt saman fyrir sjálfum mér sem er mjög gott. Nóg um blogg í dag.
En í tilefni dagsins, kíkið þá á þetta.
En í tilefni dagsins, kíkið þá á þetta.
miðvikudagur, mars 12
Þvílíkar undirtektir!! Þetta er greinilega að verða ein heitasta síðan á netinu (Á eftir Mbl.is). Ég þakka kærlega fyrir samúðina, varðandi hann karl föður minn. Það er alltaf hægt að segja góðar sjálfstæðismannasögur af honum en ég má það víst ekki eftir að hann las bloggið mitt. Þegar ég sagði honum að ég vissi ekkert hvað væri mín pólitíska afstaða þá kom bara stórt spurningamerki á kallinn og svo sagði hann að það væri nú auðvelt fyrir mig að kjósa í vor því að þessi fjölskylda kysi Sjálfstæðisflokkinn og það kæmi nú bara ekkert annað til greina. Allaveganna ég hef mjög gaman að fíflast í pabba varðandi pólitík og hvað ég sé orðinn hrifinn af stefnuskrá Vinstri-Grænna (Sem að ég er ekki). Það er hægt að fá kallinn á þvílíkt flug með þessu. Jæja nóg um það, það er vísindaferð í IMG á föstudaginn!! Nú verður sko tekið á því, var alveg sallarólegur um síðustu helgi.
þriðjudagur, mars 11
Ég var að komast að því að ég hef ekki hugmynd hvar ég stend í pólitík, þetta er búið að vera mikið áhyggjefni hjá mér undanfarna daga vegna þess að pólitík er í tísku í dag. Held að það sé bara aðal-pikkup línan að fara að tala um Dabba Odds og Jón Ásgeir. Allaveganna, þá kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að faðir minn hótar að henda mér út ef ég kýs eitthvað annað. Tala nú ekki um þegar ég fór einu sinni á bjórkvöld hjá Samfylkingunni (bara út af því að það var frír bjór) þá tók það hann langan tíma að sætta sig við þetta. Annað dæmi um hvað faðir minn er mikill Sjálfstæðismaður að þá ætlar hann að flytja úr landi ef að Ingibjörg Sólrún verður forsætisráðherra! Held að það sé bara málið hjá mér að fara í stóra herferð með Sjálfstæðisflokknum svo að kallinn fara nú ekki að yfirgefa fjölskylduna. Birta heilsíðuauglýsingu í Mogganum með mynd af rauðhærða stráknum og fyrirsögninni: "Vilt þú að þetta litla grey missi pabba sinn, vegna hennar Ingibjargar!"
mánudagur, mars 10
Klúður, klúður og klúður. Ég á nú samt sem áður fimm fastakúnna sem koma hingað á hverjum einasta degi og verða fyrir vonbrigðum. Þannig að ég vona að þið getið bara afsakað þetta. Er út í Odda að læra fjármál 2 þessa stundina þar sem að ég á mér ekkert líf. Í síðustu viku ákvað ég að vera ótrúlega bitur út í lífið en þessa vikuna er ég að spá í að vera ótrúlega hamingjusamur með lífið og mun ég reyna þannig að endurspegla þessa hegðun mína hér í gegnum blogg-síðuna mína. Eins og ég sagði að þá er ég út í Odda alveg út að eyrum að lesa líklegast eina þá bestu bók sem að ég hef nokkurn tíman lesið, þetta er bókin Intermediate Financial Management (7. útgáfa). Hún fæst í bóksölu stúdenta fyrir einungis 9000 kr. (mætti halda að hún væri bara gefins).