<$BlogRSDUrl$>

How the fuck am I funny?

þriðjudagur, mars 4

Jæja, einmitt þegar ég er næstum því búinn að klúðra blogg-ferlinum mínum þá sný ég aftur! Það er svei mér mikið búið að gerast síðustu daga. Fór á árshátíð hjá Eimskip um síðustu helgi og það var algjör snilld. Núna var hún haldin í Vöruhótelinu sem að þeir eru nýbúnir að byggja. Það var Bautinn sem sá um matinn og voru bæði Davíð og Stulli vinir mínir að vinna, maturinn var alveg frábær. Svo komu Stebbi Hilmars og Eyjólfur Kristjánsson og tóku nokkur lög með Simon and Garfunkel og Sálinni. Svo endaði þetta bara með svaka balli með Stuðmönnum og var dansað alveg til 4!
Nú er bara einn og hálfur mánuður eftir af skólanum og nógu mikið að gera í skólanum, það er kannski helsta ástæðan fyrir því að ekkert hefur gengið í þessu bloggi. Ég var að spá í að fara skrifa eitthvað um þetta Bausmál en held að ég sleppi því, því að ég fer í svo hrikalega vont skap á því en ef ykkur langar eitthvað að fræðast um það eða taka þátt í svaka umræðum um það, kíkið þá bara á síðuna hans Stulla.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?