<$BlogRSDUrl$>

How the fuck am I funny?

fimmtudagur, febrúar 27

Usss, ég er ekki búinn að blogga neitt síðan á laugardag, meginástæðan fyrir því að það er allt búið að vera crazy í skólanum, fullt af skilaverkefnum. Þetta er samt alveg út í hött hvað það er mikið af skilaverkefnum og í þokkabót þá gilda þessi verkefni ekki neitt. Semi dæmi í einum kúrs sem að ég er í að þá eru 6 skilaverkefni og hvert gildir 3%. Svo er er alveg ótrúlega langur tími sem að fer í þetta sérstaklega ef að maður er í hóp með fólki sem að maður þekkir ekki neitt. Þá þarf alltaf að vera meila á liðið, senda á milli og svona kjaftæði. Ef kennarar í háskólanum ætla sér að hafa verkefni þá eiga þau að vera stór og gilda mikið, því að þá gefst kannsk einhver smá tími til að læra í öðrum fögum. Þetta er farið að vera hálf hallærislegt hvað ég er alltaf ótrúlega bitur út í kennarana í þessum skóla...spurning að hætta að blogga um þetta...lítur út eins og maður eigi ekkert líf. Svo eru kosningar í dag. Held að síminn sé búinn að hringja hjá mér svona 10 sinnum í dag og beðinn um að reka á eftir fólki að fara kjósa. Held að þetta hafi farið út í öfgar í morgun þegar ég var vakinn með SMS í morgun frá Vöku: Sæll Gunnar og velkominn á fætur. "Gangi þér vel í dag, kveðja Erla, VAKA fram til sigurs." Hver er þessi Erla eiginlega? Það var kannski ekkert svo sniðugt að taka það að sér að hjálpa þessu liði í fyrra því að þeir eru bókstaflega búnir að leggja mig í einelti og er mér farið að hlakka til að þessum degi fari að ljúka. Svo mæli ég bara með því að þið farið öll út á kjörstað og farið og kjósið því að þá eruð þið líka að gera mér greiða.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?