<$BlogRSDUrl$>

How the fuck am I funny?

laugardagur, febrúar 22

Bið ykkur að afsaka það að ég bloggaði ekki í gær, búinn að fá svoleiðis að heyra það! En það er allaveganna gaman að vita að fólk skoði síðuna mína. Var að koma af TGI Fridays með Stulla, Kidda og Úlfari (frændi hans Kidda). Málið var það að ég og Stulli fengum 2500 kr innlegsnótu í Smáralindinni fyrir það eina að smakka einhverja nýja mjólk hjá Gallup. Maturinn algjör snilld og þjónustan alveg brilljant sérstaklega þessi dökkhærða, hún var alveg frábær gaf okkur meira að segja barnaís og rakkaði okkur svo niður fyrir framan allan staðinn, þetta var mjög ánægjulegt. Nú er ég bara á leiðinni á djammið, mutter og vater farin á skíði einhvers staðar í Austurríki. Er á leiðinni í partý til Ólafs Pálmarsonar vinar míns. Fékk meira að segja að vita það að þarna yrðu 20 stelpur frá Kennaraháskólanum á Akureyri sem eru í vísindaferð í bænum!! Ekkert nema gott að segja um það.....Svo var ég ég að tala um Botnleðju lagið um daginn en enginn fann það svo að ég ákvað bara að setja link hérna inn. Svo á Lára vinkona mín afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Lára.

Eurovísa.mp3

fimmtudagur, febrúar 20

Get ekki bloggað mikið í dag. Fara í próf á morgun í fjármálum 2.

miðvikudagur, febrúar 19

Jæja, lengsta skóladag vikunnar loksins lokið. Svo að þið getið áttað ykkur á hvað ég meina með lengsta að þá mætti ég í skólann kl 8:00. Sat alveg til kl 11:00. Fékk þá smá pásu og sat alveg frá kl 14:00 - 19:00. Þurfti meira að segja að hlaupa á milli sumra tímanna. Mætti alveg úrvinda í Þjóðhagfræði tíman eftir að hafa sko sprett frá Odda og upp í Árnagarð. Vorkenni bara greyið stelpunni sem þurfti að sitja við hliðina á mér í þessum tíma. Þetta er samt alveg fáránlegt, það er eins og það sé eitthvað "fetish" hjá kennurum að hafa alla tímana á miðvikudögum, liggur við að maður sé í fríi alla hina daganna. Nóg um skóla!! Langar til að benda fólki á að það er hægt að ná í öll lögin sem voru í undankeppninni fyrir Euro vision á Heimasíðu RÚV. Þetta voru nú samt allt skítalög nema eitt, Eurovísa með Botnleðju, gargandi snilld. Þetta er svo sannarlega lagið sem að við hefðum átt að senda út í staðin fyrir hana Birgittu Haukdal, hefði alveg verið til í að sjá strákanna í íslenska þjóðbúningnum öskrandi á sviðinu í Riga og vera fyrsta lagið í þokkabót.

þriðjudagur, febrúar 18

Úff, var að koma frá tannlækninum. Skil ekki afhverju það er svona dýrt að fara til tannlæknis, fór um daginn í skoðun. Kallinn hitti mig í 30 mínútur, tók nokkrar myndir skoðaði aðeins tennurnar og það kostaði mig 9000 kall!!! Þvílíkt og annað eins tímakaup. Það gæti bara vel verið að maður skelli sér í tannlækninn ef að atvinnuástandið verður áfram eins og það er. Jæja ég nenni ekki að blogga meira í dag, ógeðslega pirraður eftir þennan tannlæknatíma. Þarf líka að fara læra undir prófið í fjármálum.

mánudagur, febrúar 17

Jæja, nú er maður að koma allur til eftir þessa blessuðu árshátíð, greinilega orðinn soldið gamall víst að það tekur tvo daga að jafna sig eftir smá djamm. Man nú áður fyrr þegar það voru teknir tveir dagar í röð og svo var maður bara hinn hressasti eftir það. Nú eru farnar að birtast myndir úr þessari blessuðu ferð og það verður gaman að sjá hvernig það allt saman fer, áhugasamir geta farið á Heimasíðu Mágusar og séð þar einhverjar myndir af fullum viðskiptafræðinemum! Voða spennó. Fann þessa mynd af mér, Stulla og Láru þarna inni:Algjörir töffarar! Nóg um blogg í dag er að fara upp í Gallup til að taka þátt í Focus Group, segi frá því á morgun.

sunnudagur, febrúar 16

Úff, þynnka dauðans í dag. Fór á þessa rosalegu árshátíð í gær hjá Mágusi. Það var drullu gaman, Moonboots héldu uppi svaka stemningu með tónlist frá níunda áratugnum. Lög eins og "We bulit this city", svo voru einhver lög með Bowie ofl. Lenti í hrikalegum aðstæðum þegar ég fór á klósettið þá var eitthvað par þar bara í full action, og ég er svona týpa að ég á mjög erfitt með að pissa þegar það er einhver að horfa á mig hvað þá þegar fólk er að eðla sig í klefanum við hliðina á, en þetta reddaðist náttúrulega að lokum. Fór svo í bolta með strákunum í dag upp í Réttarholtsskóla þannig að þynnkan er svona að mestu leiti horfin núna. Svo er það bara bíó í kvöld með strákunum, ætlum að sjá About Schmidt með Jack Nicholson.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?