Links
Archives
How the fuck am I funny?
mánudagur, október 6
Lenti í ekkert smá súrealískum aðstæðum eftir vinnuna á laugardaginn. Hélt hreinlega að ég væri að verða geðveikur á tímabili. Þetta er nú bara eins og viðbjóðsleg draugasaga. Málið var þannig að ég var að keyra fram hjá Sjávarútvegsráðuneytinu og er á ljósunum til þess að keyra inn á Sæbrautina. Þegar ég lít til hægri þá sé ég konu í hvítum brúðkaupskjól standa þarna ofan á hólnum. Kjóllinn hennar er grútskítugur og hún bólgin í framan og öll út grátin. Ekkert smá viðbjóðslegt. Svo hrynur hún niður brekkuna, stendur upp og setur svo slörið aftur á höfuðið á sér og labbar áfram meðfram Sæbrautinni. Hvað er málið?? Það eru þrír möguleikar. Þetta var einhver sækópatti, kona sem að hefur gengið út úr brúðkaupinu sínu eða hreinlega eins og ég hélt fram fyrst draugur........
Eftir þetta þá fór ég að ræða þetta við vini mína hvort að það væri algengt hér á landi að fólk gengi út úr brúðkaupinu sínu á þessu landi? Ég hélt að þannig hlutir gerðust eingöngu í bíómyndum og Bandaríkjunum.
Eftir þetta þá fór ég að ræða þetta við vini mína hvort að það væri algengt hér á landi að fólk gengi út úr brúðkaupinu sínu á þessu landi? Ég hélt að þannig hlutir gerðust eingöngu í bíómyndum og Bandaríkjunum.
laugardagur, október 4
Fórum í vísindaferð í Landsbankann. Það var drullu gaman, nóg af bjór. Fórum svo á Felix þar sem Idolið var í gangi, ekki leið á löngu þangað til að neyslan var farin að hafa áhrif og erfitt að þekkja muninn á réttu og röngu. Ég, Stulli, Dabbi og Lára fórum á Hvebban (þar sem að Stulli og Dabbi búa) og drukkum bjór og ég var gjörsamlega rakkaður niður af einhverjum norðlendingum vegna þess að mér ljáðist að segja að ég vissi eitthvað um Bítlana. Þetta kvöld endaði svo á því að Láran fór heim, annar norðlendingurinn drapst upp í rúmmi, hinn fór með vini sínum niðrí bæ en ég ákvað að vera algjör töffari og fara framm fyrir röð á Hverfis til þess að fá mér Töfrateppi (Amaretto og Magic = Snilldardrykkur). Eftir að hafa smakkað þetta þá fór ég og spjallaði við konuna í bitabílnum um Lífið og tilveruna og hún eldaði fyrir mig hambó. Vaknaði í morgun með þennan rosalega höfuðverk, skil ekki afhverju........
fimmtudagur, júlí 17
Heitasti dagur sumarsins, þá er einmitt mjög gaman að vera að vinna hérna hjá Eimskip þar sem að það er ekki lofræsting í þessu blessaða húsi. Var að kíkja á hitamælinn hérna inni og það er eingöngu 29 stiga hiti og svona 95% raki. Það er ekki líft hérna inni. Það fer að líða að því að það snappi einhver hérna inni. Ég Maggi og Sibba fórum í hádeginu á Thorvaldsen, fengum klukkutíma í mat. Ekkert smá ljúft að fá sér einn perlandi Carlsberg...mmmmmmmm. Svo fer bara að styttast í helgina, fyrsta helgin í 2 vikur sem að maður er í bænum.
miðvikudagur, júlí 16
Að gefnu tilefni þá hef ég tekið þá ákvörðun að byrja blogga aftur eftir langa pásu. Ýmsar umræður um date menningu á Íslandi á bloggsíðunni hennar Huldu leiddu til þess að ég sá mér ekki fært um það að vera í pásu lengur. Síðast þeggar ég bloggaði var ég eitthvað að tala um stress út af skóla og svoleiðis....en það er liðin tíð, nú er það bara pressan frá foreldrunum að fjárfesta í konu. Fjárfesta, spyr einhver sig þá, en konur eru ekkert nema fjárfesting sem þú afskrifar á ákveðnu tímabili en á sama tíma þá gefur hún af sér daglegan arð (vonandi). Hér með tilkynni ég endurkomu mína og vona að þið getið notið einhvers af því sem að ég hef að segja.
sunnudagur, apríl 6
Jæja nú er eingöngu vika eftir af skólanum og uppsöfnun stressins má sjá af litlum bloggskrifum hjá mér. Síðast þegar ég bloggaði var ég að auglýsa Mágus - Orator daginn sem að endaði frekar illa. Við töpuðum naumlega og lögfræðingarnir voru svo góðir með sig að þeir ákváðu að misþyrma Rebba sem að endaði með því að þrír lögreglubílar komu upp í Þróttaraheimili og handtóku forsprakka þessara níðinga. Heilsa Rebba er eftir atvikum. Á föstudaginn var vísindaferð í þar sem byrjað var á því að fara í Skeljung þar sem að fengum frían Dab sem að er einn sá versti bjór í ríkinu. Eftir það var farið á Astró og þar var líka frír bjór. Eftir Astró var farið á Hverfisbarinn og hvað haldiði þar var líka frír bjór og þar var einhver gaur frá vinstri grænum sem að vildi ekki einkavæða heilbrigðiskerfið né afnema hátekjuskatt, svaka fjör! Þannig að ég endaði heima rétt um eitt leitið frekar rólegur.
fimmtudagur, mars 27
Jæja nú byrjar Mágus - Orator dagurinn í kvöld. Fyrir þá sem að vita ekki hvað þetta er þá er þetta keppni í ýmsum greinum á milli lögfræðinnar og viðskiptafræðinnar. Í kvöld ætlum við að byrja kl 19:00 á Hverfisbarnum þar sem að skákmeistarar Mágusar munu spila á móti skákáhugamönnum lögfræðinnar. Eftir það þá verður farið í Teiknileikni, en þetta er leikurinn sem Villi Goði var alltaf með á Skjá Einum. En það verður ekki Villi sem að sér um leikinn í kvöld heldur þeir Jói(gamli 70 mín gaurinn) og vinur hann Sjonni. Á föstudaginn verður svo keppnin haldin í Valsheimilinu og byrjar kl:13:00 og stendur yfir til 15:30. Þar er stjórnarboltinn, fótbolti, handbolti, karfa, reipitog. Mæting verður að vera stundvísleg, við byrjum á slaginu 13:00. Ég hvet alla til að mæta og hvetja Mágus áfram!
mánudagur, mars 24
Setti þessa mynd inn í dag, hef ekki mikið til að blogga um þar sem að ég er enn þá hundfúll yfir þessu öllu saman. Liggur við að maður fari heim, klæði sig í komma gallann, fái lánaðann eggjabakka hjá mömmu og grýti þessi sendiráð!